© 2025 Tix Miðasala
Harpa
•
12. apríl
Miðaverð frá
4.500 kr.
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir sellóleikari, Désirée Mori mezzósópran og Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanóleikari kanna hverfulleikann í allri sinni dýrð.
Á efnisskrá tónleikanna eru ljóðaflokkar eftir Frank Bridge og Jake Heggie fyrir mezzósópran, selló og píanó sem fjalla um að kveðja, að kveðjast og að sættast við hverfulleika lífsins. Ljóð Ölmu Mahler og Önnu Þorvaldsdóttur eru eins og ljósmyndir af fallegum augnablikum - augnablikum sem ber að njóta því þau koma aldrei aftur. Frumflutt verður nýtt verk eftir svissneska tónskáldið Samuel Cook. Einnig er á efnisskránni sónata fyrir selló og píanó eftir Samuel Barber, en æðisgengin dramatík hennar og undurfögur lýrík rímar vel við þessa ljóðadagskrá sem er uppfull af fallegum tónamálverkum og tilfinningaþrungnum söngvum.
Tónleikarnir eru styrkir af Tónlistarsjóði.
Efnisskrá
Frank Bridge (1879-1941): Þrjú sönglög fyrir mezzósópran, selló (upprunalega víólu) og píanó
Samuel Barber (1910-1981): Sónata í c-moll fyrir selló und píanó
Anna Þorvaldsdottir (*1977): Hvolf
-hlé-
Samuel Cook: nýtt verk, frumflutningur
Alma Mahler (1879-1964): Fimm sönglög
Jake Heggie ( *1961): The Work at Hand fyrir mezzósópran, selló og píanó
Tónleikarnir eru um ein og hálf klukkustund, með hléi.
Almennt miðaverð er kr. 4500, en eldri borgurum, öryrkjum og námsmönnum býðst að kaupa miðann á kr. 3500 í miðasölu Hörpu.