© 2025 Tix Miðasala
Margar staðsetningar
•
27. - 28. desember
Miðaverð frá
5.500 kr.
Hljómsveitin Árstíðir heldur sína árlegu hátíðartónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík laugardaginn 27. desember og í Akureyrarkirkju sunnudaginn 28. desember.
Hátíðartónleikar Árstíða hafa verið haldnir á hverju ári frá árinu 2008 og hefur myndast stórskemmtileg hefð í kringum þá. Á tónleikunum leikur sveitin eigið efni í bland við vel valin hátíðar- og jólalög. Hljómsveitin verður nýkomin heim af tæplega mánaðar löngu tónleikaferðalagi í Evrópu í nóvember og desember - og má því búast við samstilltri sveit í feiknargóðu formi.
Árstíðum til halds og trausts á tónleikunum verða bassasöngvarinn Pétur Oddbergur Heimisson og franskur strengjadúett sem samanstendur af sellóleikaranum Guillaume Lagraviére og fiðluleikaranum Jean-Samuel Bez - en þeir koma reglulega fram með sveitinni á tónleikum erlendis.
Hljómsveitin gaf nýverið út nýjustu plötu sýna “VETRARSÓL” og verður hún loksins aðgengileg á streymisveitum þegar líður á haustið. Platan er sú níunda sem sveitin hefur gefið út á ferli sínum og er sú fyrsta sem er eingöngu sungin, þ.e. án undirleiks. Hún inniheldur 12 lög á íslensku sem eiga það flest sameiginlegt að vera samin eða útsett af íslenskum tónskáldum fyrir sönghópa og kóra.
Ekki missa af einstakri hátíðarstemningu með Árstíðum í Fríkirkjunni í Reykjavík og Akureyrarkirkju á milli jóla og nýars.