© 2025 Tix Miðasala
Bíó Paradís
•
11. október
Sala hefst
6. september 2025, 12:00
(eftir 21 klukkustund)
Þegar Bríet gaf út sína fyrstu plötu Kveðja, Bríet í október 2020, náði hún ekki bara toppsætum listanna, hún endurskilgreindi hljóðheim heillar kynslóðar. Platan var krýnd sem Plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum, sló streymismet og festi hana í sessi sem heillandi nýja rödd þjóðarinnar.
Síðan þá hefur hún unnið ótal verðlaun, safnað yfir 46 milljónum streymum og haldið tónleika víðs vegar um Ísland og erlendis og fengið frábærar undirtektir. Hún hefur fyllt stærstu tónleikarými landsins og sýnt fram á að hún er bæði ein vinsælasta og áhrifamesta tónlistarkona Íslands síðustu ára.
Um myndina
Nú, nær fimm árum síðar, fagnar listakonan þessum áfanga ekki með því að horfa til baka, heldur með því að stíga áfram. Nú 11 oktober kemur stórbrotin kvikmynd, hrár óklipptur flutningur á Kveðja, Bríet tekin upp í einni töku á Skeggjastöðum í Mosfellsdal.
Myndin var skotin í sumarblíðunni undir Esjunni á Skeggjastöðum, þar sem víðfeðm náttúran og náin stemning mynda einstaka heild. myndin var tekin upp á filmu og stóðu tökur yfir í 26 klukkutima. Hljóðið er tafarlaust og ómálað. Þetta er síður tónleikamynd en ástarkveðja til plötunnar sjálfrar: nostalgísk, sársaukafull og ótrúlega falleg í einfaldleika sínum.
Hörður Freyr Brynjarsson leikstýrði, Stroud Rhode Pearce sá um kvikmyndatöku, Styrmir Hauksson upptökustjórn og hljóðblöndun, með tónlistarmönnunum Rubini Pollock, Þorleifi Gauki Davíðssyni, Magnúsi Trygvason Eliassen og Tómasi Jónssyni.