Eyþór Ingi & Babies flytja Þursaflokkinn

Bæjarbíó

23. október

Miðaverð frá

7.990 kr.

„Hér er ekkert hrafnaþing!“

Eyþór Ingi og Babies hafa áður sameinað krafta sína til að heilla tónlistarunnendur með ógleymanlegum flutningi á lögum og arfleifð hinnar goðsagnakenndu sveitar Íslenska Þursaflokksins. 

Fyrst var tilefnið 40 ára afmæli plötunnar Gæti eins verið. Síðar voru þeir fengnir til að flytja syrpu á heiðurs­hlustendaverðlaunum Egils Ólafssonar, sem síðar varð að samstarfi þeirra við Egil sjálfan og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Þá með heiðurstonleikum Egils Ólafssonar og Sinfó Nord ásamt Ólafi Egils, Diddú og Agli sjálfum – bæði í Hofi og Hörpu. 

Nú snúa þeir aftur – í tilefni af afmæli Bæjarbíós – með glænýtt og eldfimt tónleikaprógram: Best of eða svokallað “Besta Bit Íslenska Þursaflokksins” – frá epískum þjóðlögum til rokksins, allt flutt af mikilli ástríðu og leikni fyrir það hafa þeir hlotið einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda.

Þetta eru ekki aðeins tónleikar – þetta er ferðalag í gegnum tíma, menningu og töfra tónlistar Þursaflokksins, í þeirri einstöku stemningu sem aðeins Bæjarbíó getur boðið upp á. 

Láttu þetta ekki fram hjá þér fara!

– „Stígið!“

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger