Flétta: RÁN & Sólrún Ylfa

Hannesarholt

17. október

Miðaverð frá

4.900 kr.

Melissa Achten og Ida Nørby mynda saman RÁN; kammerhóp sem fléttar saman hljóðrænt ímyndunarafl sitt í gegnum selló og hörpu. Samspil Melissu og Idu byggir á spuna en þær semja einnig verk innblásin af þjóðlögum og goðsögnum, og hafa þannig mikla táknræna merkingu. Þær eru búsettar í Los Angeles og Kaupmannahöfn og hafa komið fram á tónleikum og hátíðum víða um heim.

Á þessum tónleikum tekur íslenski fiðluleikarinn Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir einnig þátt í fléttu dúósins. Á efnisskránni er mínimalísk nútímatónlist; einleiksverk fyrir hörpu, selló og fiðlu annars vegar, og tríó og dúó hins vegar. Helmingur tónverkanna eru eftir kvenkyns tónskáld, en á dagskrá verður einnig íslensk tónlist auk þess sem Rán mun flytja eitt verk úr eigin smiðju. Nánari efnisskrá verður kynnt síðar.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger