© 2025 Tix Miðasala
Salurinn
•
27. september
Miðaverð frá
3.900 kr.
Dúó Freyja heldur útgáfutónleika með nýrri plötu laugardaginn 27.9. 2025 kl. 13:30. Dúó Freyju skipa mæðgurnar Rannveig Marta Sarc, fiðluleikari og Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari. Á þessum tónleikum flytja þær fjögur ný íslensk verk sem samin voru fyrir þær, ásamt hinum vinsælu Madrigölum eftir Bohuslav Martinu.
Fyrri diskur Dúó Freyju kom út í tilefni af sextugsafmæli Svövu árið 2020 með sex verkum eftir sex íslenskar konur - eitt fyrir hvern áratug.
Þessi diskur kemur út í tilefni af þrítugsafmæli Rannveigar Mörtu með þremur verkum eftir þrjá íslenska karla, þá Finn Karlsson, Huga Guðmundsson og Hauk Tómasson - aftur eitt fyrir hvern áratug! Sem bónus fylgir með verk Eyglóar Höskuldsdóttur Viborg sem samið var fyrir Dúó Freyju og frumflutt á Sumartónleikum í Skálholti 2021.
Dúó Freyja hefur komið fram á Hólum, Skálholti, Norðurljósasal Hörpu og Salnum í Kópavogi og var tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2022.
Tónleikarnir eru styrktir af Menningarsjóði FÍH, Lista- og menningarsjóði Kópavogs og Verkefnasjóði Sinfóníuhljómsveitar Íslands (VESÍ).