Upprásin | Ólöf Rún, Moogie & the Boogiemen og tomi g.

Harpa

19. maí

Miðaverð frá

2.000 kr.

Á þessum tónleikum koma fram Ólöf Rún, Moogie & the Boogiemen og tomi g.

Harpa, í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík, Rás 2 og Landsbankann, stendur fyrir Upprásinni, tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur. Upprásin fer nú fram þriðja árið í röð og munu samtals 27 hljómsveitir koma fram, þrjár á hverju tónleikakvöldi.

Tónleikaröðin er liður í því að framfylgja dagskrárstefnu Hörpu um bætt aðgengi grasrótar og ungs fólks í öllum tónlistargreinum og auka við fjölbreytni. Markmiðið er einnig að tónlistaráhugafólk geti gengið að því vísu að heyra fjölbreytta nýja íslenska tónlist, beint úr grasrót tónlistarlífsins, flutta við kjöraðstæður í tónlistarhúsi þjóðarinnar.

Miðaverð er aðeins 2000 kr. en hægt er að leggja til hærri upphæð í miðasöluferlinu sem rennur beint til listafólksins.

Ólöf Rún

Ólöf Rún er söngkona og pródúser sem skapar draumkennda og rafmagnaða tónlist þar sem söngur, syn­thar og þeremín fléttast saman. Hún sækir innblástur í þjóðsögur og textagerð söngvaskálda og semur lög sem draga upp myndir af huldum heimum, dulúð og þrá. Með bakgrunn í myndlist og hljóðvinnslu nálgast hún tónsmíðar frá sjónarhorni pródúsersins – með næmni fyrir bæði hljóði og stemningu. Á tónleikum býður hún áheyrendum að stíga inn í sinn einstaka hljóðheim og gleyma sér um stund.

Moogie & the Boogiemen

Moogie & the Boogiemen eru systurnar Elín Bryndís og Margrét Helga sem hafa unnið saman að lagasmíðum og útsetningum frá barnsaldri. Elín Bryndís semur lögin að mestu og Margrét Helga útsetur, oft á gítar eða mandólín og bætir allskonar töfrum við. Þær hafa komið fram á tónlistarhátíðinni Hátíðni og í tónleikaröðinni Að standa á haus. Væntanleg plata þeirra heitir Find Me in the Disco

tomi g.

tomi g er tónlistarmanneskja sem gerir tilraunakennda raftónlist. tomi g býr til persónuleg lög og hefur heillandi fatastíl. Hamingja, ást, sorg og allt þar á milli.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger