GDRN & Magnús Jóhann - Nokkur jólaleg lög í Hofi

Menningarfélag Akureyrar

30. nóvember

Miðaverð frá

7.990 kr.

Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN og píanóleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson eru kunnug flestum landsmönnum eftir að hafa komið víða við í sinni tónlistarsköpun undanfarin ár. Hljómplata þeirra, Tíu íslensk sönglög, sló rækilega í gegn við útgáfu hennar árið 2022 og síðustu jól gáfu þau út nýja hljómplötu með jólalögum. Nokkur jólaleg lög inniheldur lög á borð við Yfir fannhvíta jörð, Komdu um jólin, Heim til þín og fyrsta söngdúett GDRN og Bríetar. Þar að auki inniheldur platan frumsamið lag eftir GDRN og Magnús sem KK flytur með þeim. 

Þann fyrsta í aðventu 2025 halda þau norður og halda hátíðlega jólatónleika í Hofi. Þar verða jólalög plötunnar flutt í bland við önnur þekkt lög tvíeykisins.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger