© 2025 Tix Miðasala
Menningarfélag Akureyrar
•
19. október
Miðaverð frá
3.500 kr.
Það er með sannri ánægju sem Tónlistarfélagið kynnir ítalska gítarleikarann Simone Salvatori. Hann hefur undanfarin ár unnið til fjölda verðlauna í alþjóðlegum gítarkeppnum og átt farsælan feril og hlotið lof gagnrýnenda víða um heim sem gítarleikari og kammertónlistarmaður.
Á þessum tónleikum teflir hann fram rödd gítarsins við hina ástríðufullu ítölsku óperu og leikur m.a. verk eftir Verdi, Rossini og Puccini. Hann tvinnar saman heimi óperunnar við ljúfa rödd gítarsins þannig að útkoman verður einstaklega áhugaverð þar sem laglínur, rómantík og fingrafimi ganga í eina sæng.
Efnisskrá: G. Verdi/F. Tarrega: Fantasía um stef úr óperunni La Traviata N. Paganini: Sónata í c moll N. Paganini/F. Tarrega: Tilbrigði við Karnival frá Feneyjum G. Donizetti/J.K. Mertz: Glæsitilbrigði við óperuna Elisir d´Amore D. Basini: Staðir G. Rossini/M. Giuliani: Rossiniana nr. 6
Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Hvítar Súlur-Tónlistarfélagið og eru haldnir í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar.