© 2025 Tix Miðasala
Menningarfélag Akureyrar
•
9. nóvember
Sala hefst
1. september 2025, 12:00
(eftir 1 dag)
Hvítar súlur - tónleikaröð Tónlistarfélags Akureyrar
Píanókvartettinn Negla tók til starfa árið 2023 og samanstendur af fjórum ungum tónlistarkonum, þeim Sólveigu Steinþórsdóttur fiðluleikara, Önnu Elísabetu Sigurðardóttur víóluleikara, Hrafnhildi Mörtu Guðmundsdóttur sellóleikara og Þóru Kristínu Gunnarsdóttur píanóleikara.
Kvartettinn hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum síðan þá, m.a. á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í Hörpu, í Tíbrá í Salnum i Kópavogi, á Þjóðlagahátíð á Siglufirði og í Hofi á vegum Tónlistarfélags Akureyrar, auk þess að spila í hinum ýmsu skólum og á öldrunarheimilum höfuðborgarsvæðisins.
Kvartettinn hefur fengið mjög góðar viðtökur tónleikagesta og gagnrýnenda en m.a. hefur Michael Jón Clarke skrifað um flutning Neglu: “á fyrstu tónum var ljóst að hér væri ekki um venjulegan flutning að ræða. (…) Samspilið milli flytjenda var eins og um væri að ræða eitt stórt hljóðfæri.” Á efnisskrá tónleikanna eru glæný verk, samin sérstaklega fyrir kvartettinn, eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur og Arngerði Maríu Árnadóttur. Einnig verður fluttur hinn ástsæli píanókvartett í g-moll eftir Johannes Brahms.