Paradís Brennur - Icelandic Queer Film Festival

Bíó Paradís

6. september

Miðaverð frá

2.500 kr.

Paris is Burning – Paradís Brennur - 35 ára afmælispartísýning

Hina sígildu heimildamynd þarf varla að kynna. Við fáum innsýn inn í ballroom senu New York borgar á 9. áratug síðustu aldar og fólkið í kringum hana. Kvikmyndin þótti svo mikilvæg heimild að hún er á sérstökum lista Library of Congress yfir kvikmyndasöguleg verðmæti. Við kynnumst meðal annars Willi Ninja, Pepper LaBeija, Dorian Corey and Venus Xtravaganza.

Einstakt tækifæri til að sjá þetta stórvirki heimildakvikmyndagerðar í góðum gæðum í stórumsal. 35 ár eru liðin síðan myndin kom út og 30 ár síðan hún var fyrst sýnd á Íslandi á Hinsegin Bíódögum.

Að lokinni sýningu verður slegið upp danspartíi með geggjuðum drykkjum og trylltri tónlist. DJ SLEY og DJ FUSION GROOVE munu halda uppi fjörinu!

  • Leikstjórn: Jennie Livingston

  • Aðalhlutverk: Brooke Xtravaganza, André Christian, Dorian Corey

  • Tungumál: Enska

  • Texti: Enskur

  • Framleiðsluár: 1990

  • Lengd: 78 mín

  • Land: USA

Stikla: https://www.youtube.com/watch?v=9SqvD1-0odY

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger