© 2025 Tix Miðasala
Harpa
•
6. desember
Miðaverð frá
4.190 kr.




Jólafjör Stórsveitar Reykjavíkur, árlegir fjölskyldujólatónleikar Stórsveitarinnar, eru að þessu sinni líka útgáfutónleikar nýrrar jólaplötu, Í takt við jólin! Samstarf Sölku Sólar, Eiríks Rafns Stefánssonar og Stórsveitar Reykjavíkur á Jólafjörinu undanfarin ár var hljóðritað í sumar og mun platan innihalda skemmtilegu jólalögin, sem allir þekkja, í spriklandi hressum útsetningum Eiríks Rafns Stefánssonar. Verður platan leikin í heild sinni á tónleikunum.
Salka Sól syngur með að vanda og Eiríkur Rafn stjórnar. Að þessu sinni verður það Graduale futuri kór Langholtskirkju, undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur og Bjargar Þórsdóttur, sem syngur með.
Sem fyrr eru tónleikarnir ætlaðir jólabörnum á öllum aldri. Huggulegir en einnig fjörugir tónleikar þar sem allir mega syngja með, standa upp og dansa!

