Ljósið í 90 ár

Hallgrímskirkja

6. september

Miðaverð frá

2.900 kr.

Ljósið í 90 ár

Laugardagur 6. september kl 12

Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Tónleikar Erlu Rutar Káradóttur og Guju Sandholt eru tileinkaðir ljósinu og tveimur afmælisbörnum sem verða – eða hefðu orðið – níræð um þessar mundir.

Sameiginlegt þeim er að vera sannkallaðar ljósverur sem hafa með sköpun, miðlun, tilveru og nærveru varpað birtu yfir samferðafólk sitt. Erla Stefánsdóttir hefði orðið 90 ára þann 6. september – á sjálfan tónleikadaginn. Af því tilefni minnumst við hennar með frumflutningi verks eftir Guðnýju Einarsdóttur, fyrrum nemanda Erlu, við ljóð eftir Erlu sjálfa, Uppsprettu náðarinnar. Erla bjó og starfaði í Reykjavík sem píanókennari og sjáandi. Hún rak hugleiðsluskólann Lífssýn mín, þar sem hún veitti mörgum dýrmæta leiðsögn í andlegum efnum. Margir af nemendum hennar starfa enn við tónlist. Erla lést árið 2015. Eistneska tónskáldið Arvo Pärt verður níræður þann 11. september næstkomandi. Hann er eitt frægasta núlifandi tónskáld veraldar og nýtur víðtækrar virðingar meðal tónlistarmanna jafnt sem almennra hlustenda. Pärt er þekktur fyrir trúarleg verk sín og einstaka höfundarödd sem hefur haft djúpstæð áhrif á samtímatónlist. Hann þróaði hinn svonefnda tintinnabuli-stíl á áttunda áratugnum, sem einkennist af einfaldleika, tærum tónum og hugleiðandi kyrrð. Verk hans, á borð við Fratres, Spiegel im Spiegel og Tabula Rasa, hafa snert hjörtu fólks um allan heim og skapað rými fyrir innri íhugun og ró.

Tónleikarnir eru upphafstónleikar tónleikaraðarinnar Haust í Hallgrímskirkju 2025

HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger