© 2025 Tix Miðasala
Gamlabúð - Höfn í Hornafirði
•
10. september
Miðaverð frá
3.900 kr.
Ellen og Eyþór Tónleikar í Gömlubúð - Höfn, Hornafirði
Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson halda tónleika í Gömlubúð - Höfn, Hornafirði miðvikudaginn 10. september kl 20
Á efnisskránni verða ýmis lög sem Ellen hefur sungið á ferli sínum.
Ellen Kristjánsdóttur söngkonu þekkja flesti Íslendingar. Á löngum og litríkum ferli hefur hún sungið fjölda laga sem lifa með þjóðinni. Samstarf hennar við Magnús Eiríksson og Mannakorn hefur verið sérlega árangusríkt en auk þess hefur hún m.a. gefið út 6 diska í eigin nafni og 2 diska með bróður sínum, Kristjáni. Diskur hennar, Sálmar, hlaut íslensku tónlistarverðlaunin árið 2004.
Eyþór Gunnarsson píanó- og hljómborðsleikari kom fyrst fram á sjónarsviðið með hljómsveitinni Mezzoforte, sem hann stofnaði ásamt félögum sínum árið 1977. Sveitin starfar enn við góðan orðstír og spilar árlega víða um heim. Eyþór hefur auk þess verið afkastamikill í íslensku tónlistarlífi, hefur tekið þátt í fjölda tónleika og gerð u.þ.b 200 hljómdiska með mörgum af þekktustu listamönnum þjóðarinnar.