Innblástur

Tjarnarbíó

28. desember

Miðaverð frá

4.500 kr.

Í blöðruverksmiðjunni Blöðrur ehf. starfar metnaðarfullt og duglegt fólk. Þar eru framleiddar hágæða blöðrur á hverjum einasta degi. Til að tryggja örugg gæði og ánægju viðskiptavina er mikilvægt að allt starfsfólk fari eftir settum reglum og taki vinnunni alvarlega. Það er bannað að mæta seint, bannað að taka of langar pásur og bannað að blaðra. Það er þó ein regla sem er mikilvægust af þeim öllum:

ÞAÐ ER BANNAÐ AÐ LEIKA SÉR MEÐ BLÖÐRURNAR!

(og ekki gleyma að fara eftirlitshringinn)

Innblástur er glæný barnasýning sem fjallar um leikgleðina, sköpunarkraftinn og að kannski séu sumar reglur til að brjóta þær. Sýningin er ferðalag sem kannar möguleika ímyndurnaraflsins og hversu mikið er hægt að skapa úr litlu sem engu. Í sýningunni er lítið tal svo tungumálakunnátta setur engin mörk. Innblástur er leiksýning fyrir börn á öllum aldri sem vill leika sér.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger