Þórdís Gerður

Iðnó Jazz

2. nóvember

Miðaverð frá

2.500 kr.

Þórdís Gerður

Fluttar verða nýjar tónsmíðar eftir Þórdísi Gerði Jónsdóttur, sellóleikara, sem allar eru innblásnar af íslenskum ljóðum, gömlum og nýjum. Markmið tónsmíðanna er að fanga stemningu hvers ljóðs og þýða og framlengja yfir í tónsmíðar.

Skáldin sem eiga ljóð í verkefninu eru Gerður Kristný, Ragnar Helgi Ólafsson, Ásta Sigurðardóttir, Steinn Steinnarr, Davíð Stefánsson og Steingrímur Thorsteinsson. Ólíkur stíll og form ljóðanna hafa, ekki síður en efnistök ljóðanna, orðið innblástur að tónsmíðunum sem eru misformfastar hvað varðar áferð og uppbyggingu.

Með verkefninu heldur Þórdís áfram að þróa hlutverk sellósins sem leiðandi hljóðfæri í jazztónlist og spuna. Þá notar hún fjölbreytta reynslu sína sem flytjandi kammertónlistar til að færa nákvæmni og næmni sígildrar tónlistar yfir í spunatónlist. Lögin voru hljóðrituð í júní 2025 og er útgáfa þeirra væntanleg á næsta ári undir nafninu Hljóð í ljóði.

Flytjendur eru auk Þórdísar á selló þeir Hilmar Jensson á rafgítar, Matthías Hemstock á slagverk, Birgir Steinn Theodórsson á kontrabassa og Óskar Guðjónsson á saxófón.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger