Fjölskyldudagskrá Hörpu: Jazz Hrekkur – Tónleikar fyrir fjölskyldur

Harpa

11. janúar

Miðaverð frá

0 kr.

Jazz Hrekkur – Tónleikar fyrir fjölskyldur

  •  11. janúar kl. 11:00 og 13:00 

  •  Kaldalón, Harpa 

  •  Aldur: 5–12 ára 

  •  Tungumál: Íslenska 

  •  Aðgangur: Ókeypis – miða þarf að nálgast á harpa.is frá og með 5. janúar

Jazz Hrekkur er tónleikadagskrá fyrir alla fjölskylduna þar sem reiddir verða fram jazztónar byggðir á þjóðtrú um að á tímamótum verði skilin milli mannheima og heima hins yfirnáttúrulega óljós – álfar, huldufólk og uppvakningar birtast.

Það eru söngkonan Ingibjörg Fríða Helgadóttir, píanóleikarinn Sunna Gunnlaugsdóttir og kontrabassaleikarinn Leifur Gunnarsson sem fræða börnin um jazztónlist – en gæta þess þó að hræða þau ekki of mikið.

 Tónlistin er samin af Leifi Gunnarssyni og tónleikagestir mega búast við fjörugum og fræðandi tónleikum þar sem boðið verður upp á virka þátttöku í gegnum söng, klapp og dans.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger