Fjölskyldudagskrá Hörpu: Heimstónlist í Hörpu: Tónlist frá Mið- og Suður-Ameríku

Harpa

13. september

Miðaverð frá

0 kr.

Heimstónlist í Hörpu: Tónlist frá Mið- og Suður-Ameríku

  • 13. September kl. 13-14 

  •  Kaldalón 

  •  Allur aldur 

  •  Tungumál: Íslenska, sungið á fleiri tungumálum – opið fyrir alla 

  •  Skráning: Náðu þér í ókeypis miða á harpa.is

Heimstónlist í Hörpu er ný viðburðaröð í fjölskyldudagskrá Hörpu þar sem gestir fá að kynnast tónlist og menningu frá ólíkum heimshlutum með lifandi tónlistarflutningi, þátttöku og upplifun. Röðin endar með glæsilegri heimstónlistarhátíð fyrir börn í júní 2026.

Hljómsveitin Los Bomboneros hefur sérhæft sig í tónlist frá Mið- og Suður-Ameríku, ásamt eigin frumsömdu tónlist. Þau hafa notið mikilla vinsælda og tónleikar þeirra breytast oft í líflegt og funheitt danspartý!

Á þessum tónleikum flytur sveitin fjölbreytta og spennandi efnisskrá þar sem ólík tónlistarhefð Mið- og Suður-Ameríku fær að njóta sín.

Í lokin eru áhorfendur hvattir til að taka þátt og verða hluti af tónlistinni sjálfri!

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger