Ég skal syngja fyrir þig

Höllin Í Vestmannaeyjum

30. október

Miðaverð frá

7.990 kr.

Ég skal syngja fyrir þig

Einar Ágúst syngur ljóð Jónasar Friðriks við undirleik Gosanna. Fyrr á árinu gáfu þeir út endurgerð af laginu Dýrið gengur laust sem féll ansi vel í kramið hjá landanum.

Jónas Friðrik skildi eftir sig ótrúlegt safn texta og ljóða sem fyrir löngu hafa orðið þjóðargersemar. Hann samdi fyrir Ríó Tríó, B.G og Ingibjörgu, Björgvin Halldórsson o.fl. o.fl. ‘Ég skal syngja fyrir þig, Eina nótt, Tár í tómið, Ég er ennþá þessi asni sem þú kysstir þá, Gullvagninn og Góða ferð’ eru meðal þeirra laga sem flutt verða á tónleikunum.

Einar Ágúst og Gosarnir færa ykkur margar af þekktustu perlum Íslandssögunar þetta kvöld.

Frábær kvöldstund sem tónlistarunnendur munu hafa gaman af.

Húsið opnar kl. 19.30 og tónleikar hefjast 20.00.

Silfurtún er skipuleggjandi tónleikanna

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger