© 2025 Tix Miðasala
Tjarnarbíó
•
3 viðburðir
Miðaverð frá
3.120 kr.




Í vetur mun Brúðubíllinn og Tjarnarbíó bjóða börnum upp á fjöruga og skemmtilega brúðuleikhús sýningu!
Í sýningunni hittir Lilli api marga ógleimanlegar persónur úr Brúðubílnum, eins og t.d. Svarta sval, Blúndu og Hanan sem segir börnunum söguna um varðhundinn Seppa sem kunni ekki að gelta. Robbi rostungur mætir einnig á svæðið og kennir okkur að synda og svo er það enginn annar en hann Dúskur sem mætir á svæðið og mun skemmta okkur með töfrum, gleði og söng.
Ekki láta þessa sýningu framhjá þér fara!
Ómissandi skemmtun fyrir yngstu áhorfendurna
Aðstandendur
Leikarar: Hörður Bent Steffensen og Lárus Blöndal (Lalli töframaður)
Handrit: Helga Steffensen
Raddir: Helga Steffensen, Sigrún Edda Björnsdóttir, Pálmi Gestsson, Steinn Ármann, Laddi og Hörður Steffensen
Brúðugerð og Búningar: Helga Steffensen
Búningur Dúsks: Lena Dís Jónsdóttir
Leikstjórn: Sigrún Edda Björnsdóttir

