Tjarnarbíó

2 sýningar

Miðaverð frá

5.900 kr.

Við búum ekki ein hérna. Líkaminn, með öll sín fjöll og dali, er líka fósturjörð rykmauranna og sveppagrósins. Upp í hann skýst stíll eins og raketta, um hann þýtur flasa, hvína vindar, flæða vessar.

Mergur er verk sem tekst á við það sem við forðumst að nefna, en öll þekkjum. Hér er á ferðinni nýtt og ögrandi sviðsverk þar sem íslenskur kórsöngur er settur í óvænt samhengi. Tónlistin í verkinu sækir í brunn þjóðlagahefðar, en textinn hverfist um sammannlega líkamlega skömm í allri sinni dýrð. Fegurðin mætir gróteskunni og hefðin mætir hinu launhelga. Þannig hristir verkið upp í hugmyndum okkar um eigin líkamleika og menningararfinn – tvö fyrirbæri sem við teljum ósnertanleg en á gjörólíkan hátt.

Höfundur og leikstjóri: Katrín Lóa Hafsteinsdóttir

Dramatúrg: Anna Róshildur Benediktsdóttir Bøving

Danshöfundur: Juulius Vaiksoo

Framleiðandi og hönnuður: Steinunn Sigþrúðardóttir Jónsdóttir

Leikmyndahönnuður: Hekla Guðrúnardóttir Kollmar og Silja Jónsdóttir

Búningahönnuður: Hulda Kristín Hauksdóttir

Meðhöfundar og flytjendur: Mergskórinn

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger