Álfakóngurinn - sönglög eftir Franz Schubert

Salurinn

14. september

Miðaverð frá

4.500 kr.

Erlkönig, eða Álfakóngurinn er án efa þekktasta lag Franz Schubert, og mögulega þekktasta sönglag rómantíska tímabilsins í klassískri tónlist.

Benedikt Kristjánsson tenórsöngvari hefur fléttað saman efnisskrá með lögum Schuberts, sem býr til sögu í kringum Álfakónginn.

Það sem er sérstakt við þetta prógram er að mörg laganna hafa líklega aldrei heyrst á Íslandi, þó tónskaldið sé svona þekkt. Schubert samdi rúmlega 600 sönglög, svo ansi mörg þeirra eru ekki þekkt en eru stórkostleg samt sem áður. Lagið sem leggur grunninn af efnisskránni er Opus 1. eftir Schubert, sem hann samdi 18 ára gamall við ballöðu Goethe; Erlkönig.

Álfakóngurinn er gríðarlega erfitt lag fyrir píanóleikara, og er því einnig mjög sjaldan flutt. En lagið er án efa eitt það magnaðasta sem hefur verið skrifað í ljóðasöng.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger