© 2025 Tix Miðasala
Háaloftið
•
25. október
Miðaverð frá
5.990 kr.
Britpop í Eyjum
Það verður alvöru Britpop stemning á Háaloftinu í Eyjum þann 25. október nk. Heiðar Örn (Botnleðja) leiðir frábæra hljómsveit sem mun flytja bestu lög þessarar senu og kítla taugar nostalgíunnar. Vinsældir Oasis hafa sennilega aldrei verið meiri en nú og eiga þeir sinn sess í lagavalinu sem og bönd á borð við Blur, Suede, The Verve, Pulp, Radiohead o.fl.
Hljómsveitina skipa:
Heiðar Örn Kristjánsson - söngur / gítar
Elvar Bragi Kristjónsson - gítar / söngur
Hálfdán Árnason - bassi
Hannes Helgason - hljómborð
Helgi Birgir Sigurðarson - trommur
Húsið opnar 20.00 og tónleikar hefjast 21.00.
Ath. að viðburðurinn kann að vera færður í Höllina v/aðsóknar.
Það er 18 ára aldurstakmark á þennan viðburð.