Sérstæðan

Tjarnarbíó

14. nóvember

Miðaverð frá

2.900 kr.

SÉRSTÆÐAN

Dansverk um framtíð án líkama

“Líkaminn minn fór að freyða. Minningar láku út um húðina. Skynjunin þyrlaðist upp og blandaðist landslaginu. Ég gufaði upp, eins og reykur sem rís upp úr iðrum jarðar.

Og nú er ég hér”

Sérstæðan er þverfaglegt dansverk þar sem kóreógrafía, ljóð, tónlist og sviðsmynd renna saman í eitt. Í óræðri framtíð syngur Vera um tilvist sína eftir að hafa yfirgefið líkamann og hlaðið sér upp á alnetið. Hún lifir nú einungis í gegnum hugsanir sínar og minningar um heiminn sem var. Hvernig er tilvera án líkama, holds og snertingar? Hvernig verður heimurinn ef við getum ekki lengur skynjað hann og upplifað hluti á borð við sársauka og nautn? Sérstæðan er dansverk án líkama, þar sem tónlist, vatn, ljós og reykur dansa.

Verkið sprettur úr hugmyndinni um sérstæðuna (e. singularity) – tilgátu innan tæknivísinda um tímapunkt í framtíðinni þegar tæknivöxtur verður orðinn óviðráðanlegur og leiðir til óafturkræfra breytinga á manneskjunni. Verkið veltir upp spurningum um framtíð líkamans. Munum við að endingu skilja endanlega við hann og eftirláta tækninni tilvist okkar? Munum við hætta að sjá og skynja hvort annað? Sérstæðan er óður til líkamans og skynfæranna og vangaveltur um hvað verður eftir ef þau hverfa.

Rósa Ómarsdóttir er danshöfundur sem vinnur þvert á miðla. Verk hennar flétta saman kóreógrafíu, lifandi hljóðmynd og myndlist með femínískri nálgun á dramatúrgíu. Í verkum sínum kannar Rósa möguleika ómannlegs efnis sem lifandi hlutar og leitast eftir að virkja skynjun áhorfenda á sem fjölbreyttastan máta.

Rósa hefur sýnt víða um Evrópu og verið í listrænu samstarfi við ýmsar virtar stofnanir. Verk hennar hafa hlotið fjölda Grímutilnefninga og verið verðlaunuð fyrir kóreógrafíu, sviðsmynd og hljóðmynd.

www.rosaomarsdottir.com

Höfundur, listrænn stjórnandi & danshöfundur: Rósa Ómarsdóttir

Tónskáld: Sveinbjörn Thorarensen

Flytjandi & söngvari: Inga Huld Hákonardóttir

Sviðsmyndahönnun: Rósa Ómarsdóttir, Sean Patrick O’Brian, Valdimar Jóhannsson, Katarina Blahutova & Owen Hindley

Ljósahönnun: Katerina Blahutova

Tæknistjórar: Owen Hindley & Valdimar Jóhannsson

Búningahöfundur: Karen Briem

Dramatúrg: Anna María Tómasdóttir

Framleiðandi: Ragnheiður Maísól Sturludóttir, MurMur Productions

Listrænir ráðgjafar: Halla Þórðardóttir, Saga Sigurðardóttir & Katrín Gunnarsdóttir

Textaráðgjafar: Halla Þórðardóttir, Björn Halldórsson, Vala Ómarsdóttir & Anna María Tómasdóttir

Starfsnemi: Anna Schou & Vivi Kyriakidou

Sérstakar þakkir: Slökkvilið Reykjavíkur

Styrkt af Sviðslistasjóði og Launasjóði listamanna.

About the work:

"My body started foaming. Foam came out of my eyes, my ears, armpits, crotch. My memories seeped through the skin. My voice evaporated like steam from the ground. And now I am here"

Sérstæðan is an interdisciplinary dance performance where choreography, poetry, music, and scenography merge into one. It tells the story of a future being who has shed her physical form and now exists only in the digital realm.

Sérstæðan is born from the idea of the technological singularity, a proposed moment in future when technology grows beyond human control. The show delves into profound questions about existence without a body, the absence of physical sensations, and the future of dance when the body is gone. The stage itself — sound, light, projection, water, and smoke—become the central performers, while the audience's presence sustains these imagined worlds.

This performance is an ode to the human body and our senses, as well as a poignant contemplation of what may remain when they are no longer present.

Rósa Ómarsdóttir is an interdisciplinary choreographer whose work explores the relationship between humans and nature, seeking non-anthropocentric narratives. She creates ecosystems of humans, non-humans, and invisible forces, interweaving choreography, live soundscapes, and visual art with a feminist dramaturgy that embraces vulnerability and flux.

Her work has been presented at international festivals, theatres, galleries, and museums. She was a fellow at Akademie Schloss Solitude in 2021 and has held residencies worldwide. Rósa has received Icelandic Theatre Awards for soundscape, scenography, and choreography, along with multiple nominations.

Credit list:

Author, artistic director and choreography: Rósa Ómarsdóttir

Composer: Sveinbjörn Thorarensen

Performer and singer: Inga Huld Hákonardóttir

Set Design: Rósa Ómarsdóttir, Sean Patrick O’Brian, Valdimar Jóhannsson, Katarina Blahutova and Owen Hindley

Light Design: Katerina Blahutova

Technical Managers: Owen Hindley and Valdimar Jóhannsson

Costumes: Karen Briem

Dramaturg: Anna María Tómasdóttir

Producer: Ragnheiður Maísól Sturludóttir, MurMur Productions

Artistic Advisors: Halla Þórðardóttir, Saga Sigurðardóttir and Katrín Gunnarsdóttir

Text Advisors: Halla Þórðardóttir, Björn Halldórsson, Vala Ómarsdóttir and Anna María Tómasdóttir

Intern: Anna Schou and Vivi Kyriakidou

Special thanks: Greater Reykjavík Fire and Rescue Service

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger