Flóðreka - Íslenski dansflokkurinn

Borgarleikhúsið

4 viðburðir

Miðaverð frá

6.300 kr.

Flóðreka

Eftir Aðalheiði Halldórsdóttur, unnið í samstarfi við Jónsa

minntu mig, náttúra, á náttúruna í mér

Verkið er innblásið af hinni margrómuðu sýningu “Flóð” eftir Jónsa sem sýnt var í Hafnarhúsinu í fyrra. Unnið verður út frá upplifun mannsins af náttúruöflunum, tengingu okkar við náttúruna, hvert annað og þá krafta sem búa innra með okkur.

Fáránleiki og fegurð brothættrar mennsku sem sífellt þvælist bæði fyrir og í sjálfri sér. Í eilífri leit að merkingu gleymist oft að það er öldugangur ólgandi úthafa sem rís og hnígur í brjósti mannsins.

Flóðreka er alltumlykjandi upplifun sem leikur á öll skynfæri.

Athugið:

Í sýningunni blikka ljós mjög reglulega í gegnum allt verkið, og hljóð ferðast um allt rýmið, umhverfis áhorfendur. Áhorfendur sitja í návígi við flytjendur. Vinsamlegast hafið þetta í huga ef þið eruð viðkvæm fyrir sterku ljósi eða hljóði. Einnig fyllir lykt frá Fischersund rýmið, ilmur sem ber með sér keim af hafinu.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger