Garðurinn - Íslenski dansflokkurinn

Borgarleikhúsið

7. - 20. febrúar

Miðaverð frá

6.300 kr.

Garðurinn

– uppspretta og landslag skynjunar 

Íslenski dansflokkurinn kynnir Garðurinn / Paradísarvera, kvöldstund þar sem dansverk og danmynd mætast í sameiginlegri hugleiðingu um tengsl líkama, náttúru og skynjunar. 

Í dansverkinu Garðinum, eftir þá Antonio de Rosa og Mattia Russo, verður stóra sviði Borgarleikhússins umbreytt í grasivaxinn garð. Danshöfundarnir endurhugsa Garðinn sem landslag skynjunar þar sem upplifanir renna saman við alheimsvitundina. Landslag líkama og mannlegar örsögur birtast okkur og hverfa jafnóðum í flæði sem endurspeglar brothætta mennsku, tengsl og nánd. Alheimssögur í smækkaðri mynd þar sem líf er í hverri frumu og heill heimur í hverjum dropa.

Antonio de Rosa og Mattia Russo eru forsprakkar listasamssteypunnar Kor´sia (Madrid). Þeir eru þekktir fyrir sjónrænt sterk verk þar sem dansinn fær að njóta sín og er þar Garðurinn engin undantekning. 

Dansmyndin Beings of Paradise / Paradísarvera eftir Vikram Pradhan opnar aðra vídd sama samtals. Verkið er tilraunakennd hugleiðing um vistkynhneigð, vistnæmni og tengslanet skógarins. Innblásturinn er sóttur í Chipko-hreyfinguna á Indlandi á áttunda áratugnum, þegar konur veittu skógarhöggi friðsamlega mótspyrnu með því að faðma tré og verða sjálfar að lifandi varnargarði gegn eyðingu skóga. Vikram ímyndar sér hvernig skógurinn gæti hafa brugðist við slíkum gjörðum verndar og kærleika.

Í verkinu birtist skógurinn ekki sem óvirkt landslag heldur sem skynjandi vera, fær um að dafna í gegnum viðurkenningu, nánd og gagnkvæm tengsl. Landslagið lifnar við af tilfinningalegri gagnkvæmni sem ögrar ríkjandi hugmyndum um forsjá og stjórn. Verkið opnar mynd af samlífi þar sem maður og náttúra vaxa saman í gagnkvæmum tengslum, byggðum á umhyggju og nærveru. 

Saman mynda þessi tvö verk eina heildstæða upplifun þar sem garðurinn og skógurinn verða að rýmum fyrir íhugun, næmni og tengsl. Garðurinn er boð um að stíga inn í lifandi landslag og upplifa nýjar leiðir til samveru. 

Garðurinn

Höfundar: Antonio de Rosa og Mattia Russo

Dansarar: Andrean Sigurgeirsson, Diljá Sveinsdóttir, Elín Signý W. Ragnarsdóttir, Emilía Benedikta Gísladóttir, Erna Gunnarsdóttir, Eydís Rose Vilmundardóttir, Hiroki Ichinose, Ísabella Tara Antonsdóttir, Jaakko Fagerberg, Matthea Lára Pedersen, Sara Lind Guðnadóttir, Shota Inoue 

Paradísarvera

Höfundur, myndataka og hljóð: Vikram Pradhan

Dansarar: Andrean Sigurgeirsson, Elín Signý W. Ragnarsdóttir, Emilía Benedikta Gísladóttir, Erna Gunnarsdóttir, Eydís Rose Vilmundardóttir, Sara Lind Guðnadóttir, Una Björg Bjarnadóttir

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger