Strengjafjölskyldan: Barnatónleikar Caudu Collective

Hannesarholt

6. september

Miðaverð frá

2.900 kr.

Á þessum fjölskyldutóleikum fá ungir tónleikagestir að kynnast hljóðfærum strengjafjölskyldunnar í gegnum skemmtilegar sögur og tónlist frá ýmsum tímabilum. Í lok tónleikanna er hægt að skoða hljóðfærin í návígi, spyrja spurninga og prófa að spila! Hentar börnum á leikskólaaldri og á fyrstu stigum grunnskóla. Viðburðurinn er hugarsmíð Sigrúnar Harðardóttur fiðluleikara Caudu Collective, sem hefur undanfarin ár búið til vandað og frumlegt barnamenningarefni, t.d. með leikhúshópnum Miðnætti sem stendur að baki verkefna eins og Þorri og Þura og Tjaldið í Borgarleikhúsinu. Þá hefur Sigrún um árabil staðið að tónlistartímunum Bambaló sem eru tónlistarsmiðjur sérhannaðar fyrir börn á aldrinum 0-5 ára og foreldra þeirra. Sigrún starfar einnig sem Suzuki fiðlukennari.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger