Galdrakarlinn í Oz

Borgarleikhúsið

21 viðburður

Miðaverð frá

7.500 kr.

Ungir sem aldnir hafa í áratugi heillast af sögunni um stúlkuna Dóróteu sem ásamt hundinum Tótó lendir óvænt í ævintýralandinu Oz þar sem fuglahræður tala, apar fljúga og galdranornir ráða ríkjum. Til að komast aftur heim þarf Dórótea að fylgja gula veginum sem liggur til galdrakarlsins fræga í Oz en hann er sá eini sem getur hjálpað henni. Leiðin til Oz reynist vera þyrnum stráð og hætturnar leynast víða en sem betur fer eignast Dórótea óvænta vini á leiðinni.

Sagan byggir á samnefndri bók Frank Baums sem öðlaðist nýtt líf með frægri kvikdmynd frá 1939 þar sem Judy Garland fór með hlutverk Dóróteu. Síðan þá hafa óteljandi útgáfur litið dagsins ljós, bæði á sviði og á hvtía tjaldinu og ekkert lát birðist vera á vinsældum söngleiksins. Þar spillir ekki fyrir tónlistin með ógleymanlegum lögum á borð við Somewhere over the Rainbow.

Leikstjórinn Þórunn Arna Kristjánsdóttir er leikhúsgestum að góðu kunn enda stýrði hún tveimur af vinsælustu barnasýningum síðustu ára: Emil í Kattholti og Fíasól gefst aldrei upp. Hér fer hún fyrir glæsilegum hópi leikara og listrænna stjórnenda sem í sameiningu skapa bæði ógnir og undur ævintýralandsins Oz í ógleymanlegri sýningu.

Sunnudaginn 12. apríl verður „afslöppuð sýning“ á Galdrakallinum í OZ.

Á afslöppuðum sýningum eru ljós í áhorfendasal dempuð í stað þess að vera slökkt, hurð er opin á meðan sýningu stendur og auðvelt fyrir gesti að fara inn og út úr salnum, færri áhorfendur eru í salnum og pláss til að hreyfa sig á meðan sýningu stendur. Í forsal verður boðið upp á skynrými sem er afdrep þar sem hægt er að fá hvíld frá áreiti. Heyrnarskjól (peltorar) til láns eru í boði hjá starfsfólki í forsal.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger