© 2025 Tix Miðasala
Tjarnarbíó
•
17. október
Miðaverð frá
5.900 kr.
Verkið Kosmískt skítamix er ferðasaga vinkvenna og vinnufélaga í gegnum örmögnun og þá ómögulegu vinnu að skapa listaverk sem bjargar heiminum. Verkið er saga Hljómsveitarinnar Evu sem einu sinni var up and coming framúrstefnu hljómsveit og sviðslistahópur en þarf nú að horfast í augu við raunveruleikann; andleg veikindi, dauðann, adhd greiningar, snemmbúið breytingaskeið og þá staðreynd að þær hafa ekki samið nýtt lag í fimm ár. Nú bretta þær upp ermarnar og segja fólkinu frá því sem á daga þeirra hefur drifið í þessum grátbroslega en kosmíska tónleik ennþá með þá von í hjartanu að veita áhorfendum varanlegt kaþarsis.
Aðstandendur
Höfundar og flytjendur: Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Vala Höskuldsdóttir
Dramaturg: Egill Andrason
Leikmynd og búningar: Rebekka Ingimundardóttir
Lýsing og tækni: Hafliði Emil Barðason
Ljósmyndun og videogerð: Björgvin Sigurðarson
Grafísk hönnun: Rakel Tómasdóttir
Framleiðsla: Hljómsveitin Eva í samstarfi við MurMur productions/Davíð Freyr Þórunnarson
Sýningin er styrkt af Sviðslistasjóði og Listamannalaunum