BLESS Í BILI SNÝR AFTUR

Andrews Theater

22. ágúst

Miðaverð frá

3.500 kr.

BLESS Í BILI SNÝR AFTUR

BLESS Í BILI: ANNAÐ ÁR eru fjáröflunartónleikar Arons Gauta Kristinssonar en hann er um þessar mundir í háskólanámi við einn virtasta söngleikjaskóla Englands, Arts Educational. Skólinn kostar sitt og til að eiga fyrir komandi ári rennur allur hagnaður tónleikanna til niðurgreiðslu skólagjalda Arons.

Líkt og í fyrra verður Aron ekki einn á sviðinu heldur hefur hann fengið í lið með sér 12 manna eðal hljómsveit, undir stjórn Guðmundar Daníels Erlendssonar, og framúrskarandi fólk úr leik- og tónlistarheimi Íslands. Þetta magnaða teymi mun bjóða gestum upp á dans, leik og létta, ljúfa, væmna og áhrifamikla tóna sem munu skemmta öllum sem mæta!

Aron Gauti er sviðslistamaður sem hefur meðal annars leikið í sýningunum Frost og Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu. Aron byrjaði að feta sig í leik, söng og dansi árið 2016. Síðan þá hefur Aron æft hjá fjölmörgu fagfólki á Íslandi sem og erlendis og tekið þátt í ýmsum verkefnum um allan heim. Til dæmis er hann margverðlaunaður á heimsmeistaramótinu í dansi (Dance World Cup) svo að eitthvað sé nefnt.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger