Drungi, Mørose og Chögma á Bird

Bird

11. október

Sala hefst

3. ágúst 2025, 10:00

(eftir 2 daga)

Drungi, Mørose og Chögma á Bird

Mörg vötn hafa runnið til sjávar síðan kvenskörungar á borð við Doro Pesch (Warlock) og Angela Gossow (Arch Enemy) sprengdu öll norm. Þær hafa veitt ótal söngkonum innblástur og til heiðurs þeim - og öllum þeim sem rutt hafa brautina - bjóðum við til hamslausrar þungarokkveislu. Þrjár hljómsveitir, þar sem konur eru vopnaðar hljóðnemanum, koma til með að rífa þakið af Bird RVK þann 11. október.

Um hljómsveitirnar:

Frá árinu 2019 hefur Drungi verið þátttakandi í íslensku þungarokksenunni og á síðasta ári sendi sveitin frá sér sína fyrstu breiðskífu, Hamfarir Hugans. Þann 11. október stígur Drungi á svið með nýja meðlimi, valin lög af Hamfarir Hugans og ferskt efni í farteskinu.

Reykvíska bandið Morose spilar grípandi jaðartónlist með áhrifum úr rokki og metal. Kraftmikil sviðsframkoma og rafmagnaðir tónleikar skilja engin eftir ósnortin.

Chögma er austfirsk hljómsveit sem sameinar þungarokk, djass og mýkri tóna í kraftmikla og óhefðbundna tónlistarupplifun. Með tilkomumikilli sviðsframkomu hafa þau þegar fest sig í sessi á íslensku tónlistarsenunni.

Það er 20 ára aldurstakmark á þennan viðburð.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger