© 2025 Tix Miðasala
Harpa
•
14. - 15. nóvember
Miðaverð frá
4.990 kr.
Uppelt, uppselt og enn bætt við tónleikum
Viðtökur við 50 ára afmælistónleikum fyrstu breiðskífu Stuðmanna, Sumars á Sýrlandi hefur farið fram út væntingum allra sem að verkefninu standa. Það seldist upp samstundis á fyrstu tónleikanna sem fóru í sölu og svo gott sem samstundis á tónleika númer tvö. Mikil eftirspurn er enn eftir miðum og hafa skipuleggjendur því brugðið á það ráð að efna til þriðju tónleikanna, föstudagskvöldið 14. nóvember.
Þetta eru viðtökur sem sannarlega hafa farið fram úr öllum björtustu vonum. Frumflytjendur og aðalhöfundar Sumars á Sýrlandi, þeir Egill, Valgeir, Sigurður Bjóla og Jakob Frímann hafa ekki stigið saman á svið í áratugi. Þess utan eru þarna skærustu söngstjörnur landsins, Bubbi, Bríet, Salka Sól, Frikki Dór, Magni og Mugison, svo segja mætti að þarna verði um afar fágætan viðburð að ræða