Iðnó Jazz

10. ágúst

Miðaverð frá

2.500 kr.

Rakel Sigurðardóttir er fædd og uppalin á Akureyri. Hún hóf fiðlunám sex ára gömul við Tónlistarskólann á Akureyri og jazz söngnám síðar meir. Árið 2015 flutti hún til Reykjavíkur og hélt áfram tónlistarnámi við tónlistarskóla FÍH og útskrifaðist þaðan vorið 2020.

Árið 2021 gaf Rakel frá sér sína fyrstu stuttskífu, Nothing Ever Changes og ári seinna gaf hún, ásamt tónlistarkonunum Salóme Katrínu og Söru Flindt (DK), út splittskífuna While We Wait, en platan hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunana sem plata ársins.

Ásamt því að skapa og flytja sína eigin tónlist kemur Rakel fram með ýmsu tónlistarfólki en þar má nefna Nönnu (Of Monsters And Men), Kaktus Einarsson og Axel Flóvent.

Um þessar mundir er Rakel að leggja lokahönd á sína fyrstu plötu í fullri lengd sem kemur út í haust.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger