Kynningarveisla Icelandic Queer Film Festival og frítt í bíó!

Bíó Paradís

6. ágúst

Miðaverð frá

0 kr.

Icelandic Queer Film Festival verður haldin í fyrsta sinn daganna 4. til 7. september en þrjátíu ár eru liðin síðan fyrsta hinsegin kvikmyndahátíðin var haldin á Íslandi.

Af tilefni Pride verður haldin kynningarveisla í Bíó Paradís miðvikudaginn 6. ágúst þar sem dagskrá hátíðarinnar verður kynnt með pompi og prakt og í kjölfarið verður ókeypis sýning á heimildamyndinni “A House Is Not A Disco!”.

Boðið verður upp á léttar veitingar að sýningu lokinni.

Öll velkomin!

            18:30 - Húsið opnar

            19:00 - Dagskrárkynning og A House is not a Disco

Heimildamyndin A House is not a Disco (2024) veitir einstaka innsýn inn í þekktasta „hómó-normativa“ samfélag heims: Fire Island Pines.

Þessi goðsagnakenndi hinsegin strandbær, sem staðsettur er klukkutíma frá New York borg, stendur nú á tímamótum þar sem ný kynslóð endurhugsar Pines fyrir nýja tíma inngildingar. Myndin er tekin upp líkt og Wiseman-verk á töfrasveppum. Með stórum hópi eftirminnilegra sérvitringa, aðgerðarsinna, heimamanna og nýliða sem velta fyrir sér arfleifð Pines á meðan þau undirbúa sitt ástkæra þorp fyrir stærstu áskorunina síðan alnæmisfaraldurinn geisaði: hækkandi sjávarmál vegna loftslagsbreytinga. Skemmtileg og hjartnæmt portrett af einstöku samfélagi.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger