© 2025 Tix Miðasala
12 Spora Húsið
•
14. september
Sala hefst
5. ágúst 2025, 12:00
(eftir 7 daga)
Styrkarkvöld Alanóklúbbsins er fjáröflun fyrir rekstur og félagsstarf 12sporahússins i Holtagörðum sem Alanóklúbburinn rekur.
Lesa má um starfsemina á 12sporahusid.is
Alanó klúbburinn er líknarfélag sem rekur húsnæði til útleigu fyrir 12 spora samtök á Íslandi undir nafninu 12 Sporahúsið. Félagið var stofnað árið 2000 og er nú til húsa að Holtagörðum, Holtavegi 10 í Reykjavík. Markmið félagsins er að efla 12 spora starf með því að reka húsnæði með fundaaðstöðu fyrir 12 spora samtök ásamt félagsmiðstöð. Starfsemin er fjármögnuð með leigutekjum af fundasölum, félagsgjöldum meðlima og með ýmsum fjáröflunar viðburðum.
Alanó klúbburinn er stofnaður að erlendri fyrirmynd en fyrirkomulagið er vel þekkt víða um heim, sérstaklega þó í Bandaríkjunum. Allt frá stofnun hefur félagið unnið ötullega að því að tryggja 12 spora samtökum fundaaðstöðu og klúbburinn er í dag sannkölluð lífæð 12 spora starfs á Íslandi. Öll starfsemi félagsins er í höndum sjálfboðaliða utan starf húsvarðar sem hefur verið í 100% starfi.