FAR Fest Afrika Reykjavík Festival

IÐNÓ

19. september

Miðaverð frá

4.500 kr.

Sousou & Maher Cissoko.

Hér eru á ferðinni margverðlaunað Dúó af senegaleskum og sænskum uppruna sem afmá landamæri með tónlist sinni á sama hátt og í lífi þeirra saman. Drifkraftur þessa magnaða Dúós er fyrst og fremst að leiða saman fólk og tónlist þar sem allt lifnar við. Maher fæddist til að leika á Kora og Sousou er ein af afar fáum tónlistarkonum, í heiminum, sem leika á Kora.

Sousou & Maher Cissoko, bæði úr suðrinu, annars vegar í suður - Svíþjóð og hins vegar í suður - Senegal, er eitt vinsælasta þjóðlagaband í Svíþjóð. Þau hafa verið á tónleikaferð og hafa farið víða, til Kanada, Bandaríkjanna, Afríku, Asíu og fjölmargrar landa í Evrópu. Sousou og Maher hafa komið fram á Jazzhátíðum, þjóðlagahátíum, borgar- og bæjarhátíðum víðsvegar um jarðarkringluna, í tónleikahöllum, tónlistarklúbbum og skólum, því tónlistin þeirra er fyrir alla óháð aldri, landsvæði eða menningaruppruna.

Sousou og Maher hafa átt fylgi að fagna í Svíþjóð þar sem bæði sænska sjónvarpið og sænska ríkisútvarpið hafa gert heimildarmyndir um þau. Til gamans má geta að þegar hinn frábæri tónlistarmaður Youssou N´dour hlaut Polar Tónlistarverðlaunin komu Sousou og Maher fram honum til heiðurs, þar sem þau fluttu tvö laga N´dour í samstarfi við sænska hip hop stjörnuhópinn Timbuktu, með svo innblásnum og fallegum hætti að N´dour felldi tár.

Sousou og Maher ólust bæði upp í miklum tónlistarfjölskyldum og það var ástríða þeirra fyrir Vestur-Afríska hljóðfærinu Kora sem leiddi þau saman, en Kora-hljóðfæraleikur hefur rík tengsl við ,,tónaljóð" þar sem hljóðfærið Kora ljáir sögunni í orðu vængi tónanna, á sama hátt og við þekkjum tónlist trúbadúra. Á þennan fallega hátt tengist hljóðfærið Kora menningararfi, sagnalist og þjóðlagatónlist og þróast þannig og finnur nýjar leiðir með hverjum sögumanni. Í höndum og túlkun Sousou og Maher flæða saman framúrskarandi Kora-leikur, sálarfullur söngur í bland við krafmikinn og sveiflandi ryþma, með skírskotun í reaggae-tónlist, þjóðlagatónlist, sálartónlist og Jazz.

Eins og tíðkast í menningarfi Cissoko fjölskyldunnar, sagnafjölskyldunnar miklu frá Vestur-Afríku, felur hvert lag og hver söngur í sér mikilvægan boðskap, um að taka höndum saman, hvar sem er í heiminum, við hvaða aðstæður sem er í heiminum, og skapa tengingar, efla samskipti og samvinnu í stað hindrana og hamlandi landamæra milli fólks og þjóða. Dúóið Sousou og Maher leggja áherslu á þetta í tónlist sinni, m.a. með því að syngja á fimm tungumálum.

Tónlist Sousou og Maher Cissoko tengir fólk, óháð uppruna, saman í gegnum sagnatónlistina og Kora-leikinn þeirra sem verður brú milli landamæra og gefur öðrum innblástur til að gera hið sama, á sama hátt og samband þeirra og hjónaband gerir í þeirra eigin lífi, þar sem hugmyndin um aðskilnað máist út og þau sameinast í því mannlega, þar sem tónlistin þeirra verður lífið ásamt samferðafólki hvaðanæfa að úr heiminum sem þau hitta á tónlistarferðalögum sínum: ,,Við erum stöðugt að vinna að því að finna og þróa tónlistartúlkun okkar, tónlistarsköpunina okkar, að opna hjörtu okkar og þá stöðugt vinna að því að finna kjarnann í okkar eigin rödd. Tímarnir breytast og við lifum í alþjóðlegu samfélagi samtímans, þar sem við verðum meðvitaðri og meðvitaðri um að allir og allt tengist, stöðugt. Við viljum halda áfram að gefa af okkur á þennan hátt, að hjálpa fólki að upplifa þessa sameiginlegu tengingu í gegnum tónlistina, að fólk upplifi í gegnum tónlistina vonina, gleðina yfir því að við erum hér saman og alla ástina sem er svo sannarlega og við finnum og upplifum um allan heim."

Matata.

Hinn stórkoslegi MATATA tónlistarhópur mun mæta á FAR Fest Afríka Reykjavík 2025 sem er einstakt tækfæri til að njóta og við hvetjum ykkur til að missa ekki af.

MATATA er kenísk-norskur söng- og danshópur sem samanstendur af norskum tónlistarmönnum af kenískum uppruna. MATATA-hópurinn flytur eigin tónlist sem er þekkt fyrir víbrandi samsuðu af Gengetone, Afró-beat-i og hip-hopi, sem hefur slegið í gegn, ekki aðeins á norðurlöndunum heldur víða um heim, hjá tónlistarunnendum á öllum aldri.

Stjarna MATATA hefur risið hratt og víða á undanförnum árum, en MATATA hefur átt átt lög í toppsætum vinsældarlista víða um heim, þeir voru tilnefndir og hlutu MTV Mama verðlaunin árið 2020, og unnu til verðlauna fyrir bæði "besta hóp-myndband ársins" og "bestu kóreografíu ársins" á Pulse Music Videó viðurkenningarhátíðinni.

MATATA - hópurinn var stofnaður 2016 og hefur starfað allar götur síðan við góðan orðstír með rísandi vinsældum. MATATA stimplaði sig strax inn í tónlistarsenuna og er þekkt fyrir sinn eigin stíl, víbrandi samsuðu af Gengetone, Afróbeat-i og hip-hop-i sem einkennist af töfrandi rythma sem lætur engan ósnortin, dillandi fusion-tónlist með kóregrafíu þar sem áhorfendur geta ekki annað en hrifist með í textunum sem að mestu eru á sheng og kikuyu.

MATATA hefur slegið í gegn með lög eins og "Inakubalika", "Kata" sem vann til viðurkenningar fyrir bestu kóreografína og "Gengetone Love" sem vann fyrir bestu myndbandið.

MATATA gaf út EP-plötuna, en aðallag plötunnar "Pombe na Kizungu Mingi" var fljótlega sumarlag ársins. Það má segja að tónlistarhópurinn hafi svo slegið í gegn með útgáfu plötu sinnar "Super morio, árið 2022, sem endaði á vinsældalistum. Nýlega gáfu MATATA út lagið "Mpishi" sem sló í gegn og hefur verið í fyrsta sæti vinsældalistum á fjölmörgum miðlum, m.a. í Kenya og sem hefur fengið milljónaspilun á youtube.

MATATA hefur víða komið fram á tónlistarhátíðum, minni og stærri og allt upp í tugþúsunda hátíðir. Heyrst hefur að MATATA hópurinn vinni nú að nýju efni sem þeir áætla að gefa út í ágúst 2025, og segir sagan að þar geti farið þeirra allra besta efni hingað til, aðdáendur MATATA eiga því von á tónlistarveislu frá þeim félögum.

18 ára aldurstakmark

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger