Borgarleikhúsið

12 sýningar

Miðaverð frá

3.975 kr.

Hamlet

Frumsýnt: 31. október               Litla svið        

Frægasta leikverk sögunnar – í nýjum búning fyrir nýjar kynslóðir!

“Að vera eða ekki vera”

Um sýninguna

Fortíð og framtíð takast á í glænýrri útfærslu Kolfinnu Nikulásdóttur á frægasta leikriti heims. Hamlet, leikrit leikritanna, er í senn saga um sannleika, stöðu, stétt og ekki síst leiklistina sjálfa.

Í þessu nýja handriti blæs Kolfinna Nikulásdóttir lífi í forna ljóðabálka frá sautjándu öld og fær einvalalið leikara til að pumpa blóði í hjarta þessa aldagamla verks. Um er að ræða sýningu sem teygir formið eins langt og mögulegt er - á sama tíma og það stingur í samband við áhorfendur.

Hamlet, í uppsetningu Kolfinnu, rannsakar þenslumörk leikhússins og spyr: Hvernig samsvarar heimsmynd Hamlets okkar eigin í dag? Mannkynið, líkt og persónur verksins, lifir á umbrotatímum. Síbreytilegar líftæknilegar lausnir, óstöðugleiki í efnahagsmálum, pólitískur glundroði, fake news, og óskýr framtíðarsýn - Að vera eða ekki vera?

Boðberi framtíðarinnar, Kolfinna Nikulásdóttir, og andi fortíðarinnar, William Shakespeare, ganga í eina sæng og úr verður leikhúsupplifun sem sperrir eyru, sprengir augu og makes theatre great again - kvöldstund sem enginn vill missa af.

Kolfinna Nikulásdóttir leikstýrði verðlaunasýningunni Ást Fedru og tekst nú aftur á við klassíkina í einu þekktasta og vinsælasta verki leikhússögunnar, sjálfum Hamlet. Leikritið er marglaga og opið til túlkunar enda hafa leikstjórar og listamenn í aldanna rás fundið þar gamla og nýja þræði og spunnið sögur sem tala til áhorfenda á öllum tímum. Kolfinna fær til liðs við sig einvala lið leikara og listrænna stjórnenda en þýðandi er meistari íslenskrar tungu, Þórarinn Eldjárn.

Höfundur: William Shakespeare

Þýðing: Helgi Hálfdánarson, Ingivaldur Nikulásson, Matthías Jochumsson og Þórarinn Eldjárn

Leikgerð og leikstjórn: Kolfinna Nikulásdóttir

Leikmynd og búningar: Filippía Elísdóttir

Ljósahönnun: Pálmi Jónsson

Hljóðmynd: Salka Valsdóttir

Dans/Sviðshreyfingar: Kolfinna Nikulásdóttir og Ernesto Camilo Aldazabal Valdes

Leikarar:

Berglind Alda Ástþórsdóttir

Hákon Jóhannesson

Hilmir Snær Guðnason

Hjörtur Jóhann Jónsson

Sigurbjartur Sturla Atlason

Sólveig Arnarsdóttir

Vilhelm Neto

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger