Borgarleikhúsið

6. - 15. nóvember

Miðaverð frá

6.950 kr.

Hamlet

Frumsýnt: 31. október               Litla svið        

Frægasta leikverk sögunnar – í nýjum búning fyrir nýjar kynslóðir!

“Að vera eða ekki vera”

Hér segir af prinsinum Hamlet sem missir föður sinn á voveiflegan hátt og missir í framhaldi af því tengsl við fjölskylduna, við ástina og við sjálfan sig. Hamlet er ein kunnasta persóna leikhúsbókmenntanna, í senn elskaður og óbærilegur, réttsýnn og syndugur, tvístígandi á mörkum sjálfsskoðunar og sjálfsréttlætingar.

Verkið rannsakar hvernig sjálfsmynd verður að sviðsetningu, hvernig ímynd og veruleiki renna saman. Á sama tíma stendur mannkynið frammi fyrir stærstu tilvistarspurningum sögunnar, hvað er satt og hvað er logið? Sannleikur eða blekking, ást eða aftenging, stríð eða bitcoin? Í þessum stórbrotna harmleik þar sem líf og dauði stíga sinn eilífa darraðadans, afhjúpar Shakespeare öfgar, spillingu, ójafnvægi og ómöguleika heiðarleikans.

Kolfinna Nikulásdóttir leikstýrði verðlaunasýningunni Ást Fedru og tekst nú aftur á við klassíkina í einu þekktasta og vinsælasta verki leikhússögunnar, sjálfum Hamlet. Leikritið er marglaga og opið til túlkunar enda hafa leikstjórar og listamenn í aldanna rás fundið þar gamla og nýja þræði og spunnið sögur sem tala til áhorfenda á öllum tímum. Kolfinna fær til liðs við sig einvala lið leikara og listrænna stjórnenda en þýðandi er meistari íslenskrar tungu, Þórarinn Eldjárn.

Höfundur: William Shakespeare

Þýðing: Þórarinn Eldjárn

Leikgerð og leikstjórn: Kolfinna Nikulásdóttir

Leikmynd og búningar: Filippía Elísdóttir

Ljósahönnun: Pálmi Jónsson

Hljóðmynd: Salka Valsdóttir

Leikarar:

Hákon Jóhannesson

Hilmir Snær Guðnason

Hjörtur Jóhann Jónsson

Sigurbjartur Sturla Atlason

Sólveig Arnarsdóttir

Vilhelm Neto

Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger