Kammermúsíkklúbburinn - Lokatónar: Mozart, Brahms, Britten og Vaka

Harpa

3. maí

Sala hefst

23. ágúst 2025, 10:00

(eftir 2 daga)

Almenn miðasala á tónleika Kammermúsíkklúbbsins hefst á Menningarnótt, 23. ágúst, en fram að því er hægt að kaupa árskort Kammermúsíkklúbbsins í miðasölu Hörpu og á vef Hörpu. Kortin verða tilbúin til afhendingar í miðasölu Hörpu frá og með 23. ágúst en þá heldur Kammermúsíkklúbburinn stutta tónleika sem eru hluti af Menningarnæturdagskrá Hörpu.

Á síðustu tónleikum vetrarins flytur Strokkvartettinn Siggi glæsilega og fjölbreytta efnisskrá ásamt þremur gestum á ólík hljóðfæri. Fyrir hlé verða flutt tvö verk fyrir blásturshljóðfæri og strengi, Flautukvartett í D-dúr eftir Mozart með Emilíu Rós Sigfúsdóttur og Phantasy Quartet eftir Benjamin Britten með Juliu Hantschel, leiðara óbódeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einnig verður frumflutt nýtt verk eftir Veronique Vöku. Eftir hlé flytur Strokkvartettinn Siggi ásamt Mathias Susaas Halvorsen píanóleikara hið magnaða stórvirki Brahms, Píanókvintett í f-moll.

Efnisskrá

Wolfgang Amadeus Mozart (1756-1791): Flautukvartett í D-dúr, K. 285

I. Allegro

II. Adagio

III. Rondeau

Veronique Vaka (1986): Nýtt verk

Benjamin Britten (1913-1974): Phantasy Quartet fyrir óbó og strengi

HLÉ

Johannes Brahms (1833-1897): Píanókvintett í f-moll op. 34

I. Allegro non troppo

II. Andante, un poco adagio

III. Scherzo: Allegro

IV. Finale

Flytjendur

Strokkvartettinn Siggi (Una Sveinbjarnardóttir, fiðla, Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla, Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla og Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló)

Emilía Rós Sigfúsdóttir, flauta

Julia Hantschel, óbó

Mathias Susaas Halvorsen, píanó

Tónleikar Kammermúsíkklúbbsins eru hluti af Sígildum sunnudögum í Hörpu.

Smellið hér til að heimsækja vef Kammermúsíkklúbbsins.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger