© 2025 Tix Miðasala
Harpa
•
28. september
Sala hefst
23. ágúst 2025, 10:00
(eftir 4 daga)
Almenn miðasala á tónleika Kammermúsíkklúbbsins hefst á Menningarnótt, 23. ágúst, en fram að því er hægt að kaupa árskort Kammermúsíkklúbbsins í miðasölu Hörpu og á vef Hörpu. Kortin verða tilbúin til afhendingar í miðasölu Hörpu frá og með 23. ágúst en þá heldur Kammermúsíkklúbburinn stutta tónleika sem eru hluti af Menningarnæturdagskrá Hörpu.
Á upphafstónleikum vetrarins fá tvö af þekktustu verkum franska tónskáldsins Maurice Ravel, Píanótríóiðog Fiðlusónatan, að njóta sín við hlið hins sívinsæla Spiegel im Spiegel og hins sjaldheyrða píanótríós Mozart-Adagio eftir Arvo Pärt. Ravel fæddist fyrir sléttum 150 árum og Pärt fagnar níræðisafmæli þann 11. september 2025.
Efnisskrá
Arvo Pärt (1935)
Mozart-Adagio fyrir píanótríó
Spiegel im Spiegel fyrir selló og píanó
Maurice Ravel (1875 - 1937)
Sónata nr. 2 fyrir fiðlu og píanó
I. Allegretto.
II. Blues. Moderato.
III. Perpetuum mobile. Allegro.
HLÉ
Píanótríó
I. Modéré
II. Pantoum (Assez vif)
III. Passacaille (Trés large)
IV. Final (Animé)
Flytjendur
Ari Þór Vilhjálmsson, fiðla
Sigurgeir Agnarsson, selló
Liam Kaplan, píanó
Fiðluleikarinn Ari Þór Vilhjálmsson, listrænn stjórnandi Kammermúsíkklúbbsins leikur ásamt tveimur leiðandi hljóðfæraleikurum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þeim Sigurgeiri Agnarssyni sellóleikara og Liam Kaplan píanóleikara.
Tónleikar Kammermúsíkklúbbsins eru hluti af Sígildum sunnudögum í Hörpu.