Tjarnarbíó

29. - 30. ágúst

Miðaverð frá

5.900 kr.

Er óbilandi trú á sjálfan sig allt sem þarf til að “meikaða”?

Sissa Líf er tónlistarkona af lífi og sál. Hún hefur óbilandi trú á eigin ágæti en finnst hún ekki njóta sannmælis í listaheiminum. Eftir eins sumars frægð á unglingsárunum og vinsælan einsmellung dreymir hana um meira. Svo miklu meira. En lífið þvælist fyrir henni og áframhaldandi frægð lætur bíða eftir sér.

Sissa gefst samt ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Nú er hún mætt í Tjarnarbíó þar sem hún á að taka eitt lag, hittarann Hurry Boy eftir hljómsveitina sína Airship Fury, en

ekki fer allt eftir áætlun.

Verkið var frumsýnt í Hlöðunni á Litla-Garði hjá Akureyri. Þá fór Líf á leikferð um Norðausturland og þaðan á RVK Fringe árið 2022. Þar hlaut Margrét

verðlaun fyrir bestu karaktersköpunina á hátíðinni. Um haustið var Líf gestasýning hjá Leikfélagi Akureyrar þar sem það var sýnt tvisvar sinnum fyrir fullu húsi.

Líf kemur áhorfendum ávallt í opna skjöldu og veltir upp pælingum um andlegt heilbrigði, brotalamir samfélagsins og fjallar um óhefðbundna, kvenkyns söguhetju (eða

réttara væri að segja andhetju).

Úr gagnrýni Elsu Maríu Guðmundsdóttur á verkinu fyrir kaffid.is:

„Margrét býr til afar trúverðuga persónu, hún á létt með að galdra fram kaldhæðnislegt grín í bland við frekar sorgleg örlög Sissu.“

„Mæli hjartanlega með þessari sýningu, skemmtileg, áhugaverð og hér gefst tækifæri til að sjá fagmannlegan einleik á skemmtilegu sviði í tryggri leikstjórn Jennýjar Láru.“

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger