© 2025 Tix Miðasala
Harpa
•
21. september




Einn frægasti pikkolóflautuleikari heims Jean Louis Beaumadier, heimsækir nú Ísland í fyrsta sinn. Ljóst er að þessir tónleikar verða einstakur viðburður.
Pikkolóflautan hefur hingað til verið þekktust sem hljómsveitarhljóðfæri en á tónleikum í Norðurljósum gefst tækifæri til þess að upplifa hljóðfærið sem einleikshljóðfæri og kynnast ótal blæbrigðum hennar þar sem hinn flauelsmjúki og á sama tíma glæsilegi tónn mun heilla áheyrendur.
Almennt miðaverð er kr. 4000, en eldri borgurum býðst að kaupa miðann á kr. 3000 í miðasölu Hörpu eða síma 528 5050. Aðgangur er ókeypis fyrir 12 ára og yngri.
Efnisskrá
Martial Nardeau: La Geoda de Pulpí fyrir tvær pikkóló og bassaflautu (frumflutningur)
Jean-Louis Beaumadier og Martial Nardeau pikkóló, Pamela De Sensi bassaflauta
Haraldur V Sveinbjörnsson: POINTS CARDENAUX fyrir fjórar pikkóló/flautu/altflautur (frumflutningur)
Jean-Louis Beaumadier pikkóló
Caterina Compagno pikkóló/flauta
Petrea Óskarsdóttir, pikkóló/altflauta
Hrefna Vala Kristjánsdóttir, pikkóló/altflauta
Henri Tomasi: Paghiella fyrir pikkóló og píanó
Fimm lög úr Pipeaux 1934:
Darius Milhaud: Exercice musical
Albert Roussel: Pipe
Henri Martelli: Mélodie
Francis Poulenc: Villanelle
Georges Auric: Scherzo
Claude Arrieu: Sonatine (Allegro moderato - Andantino - Presto)
Philippe Gaubert: Orientale
Soir sur la plaine
Benjamin Godard: Valse
Jean-Louis Beaumadier, pikkóló og Véronique Poltz, píanó
Véronique Poltz: Incandescences (2025) fyrir tvær pikkóló og píanó (frumflutningur)
Jean-Louis Beaumadier og Petrea Óskarsdóttir, pikkóló
Véronique Poltz, píanó
Steingrímur Þórhallsson: Púkadans fyrir einleks pikkóló og sex flautur (frumflutningur)
Jean-Louis Beaumadier pikkóló sóló
Caterina Compagno flauta
Petrea Óskarsdóttir, flauta
Hrefna Vala Kristjánsdóttir, flauta
Alma Bergrós Hugadóttir, flauta
Valgerður Íris Steinarsdóttir, flauta
Pamela De Sensi, flauta

