© 2025 Tix Miðasala
Hljómahöll
•
8. ágúst
Miðaverð frá
8.990 kr.
REYKJANES!
JóiPé x Króli verða á trúnó-tónleikaröðinni í Hljómahöll ásamt hljómsveit, þann 8. ágúst!
JóaPé & Króla þarf vart að kynna fyrir landsmönnum. Síðan 2017 hafa þeir drengir verið með vinsælustu tónlistarmönnum landsins og þekktir fyrir orkumikla og gríðarlega skemmtilega lifandi framkomu. Þetta verða fyrstu tónleikar þeirra í Reykjanesbæ í að verða 4 ár og því úr nægu að taka. Strákarnir munu flytja alla sína helstu slagara í bland við nýtt efni sem von er á núna á næstu mánuðum. Þeir félagar hafa gefið út fjölmargar plötur sem eru hver annarri ólíkari. Lög þeirra hafa slegið hvert metið á eftir öðru í hlustunum, þeir hlotið bæði Hlustenda- og Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir verk sín og svo mætti lengi telja. Drengirnir eru spenntir að mæta og spila öll sín bestu lög þar sem stuð og stemning verður í fyrirrúmi.
Á trúnó-tónleikum í Hljómahöll fá gestir að upplifa mikla nánd við listamennina. Tónleikarnir fara fram í Bergi sem rúmar um 100 gesti og er þó engu til sparað þegar kemur að hljóðgæðum eða lýsingu á tónleikunum. Mætti jafnvel lýsa þeim sem stórtónleikum í litlum sal.
20 ára aldurstakmark. Yngri komast inn í fylgd með forráðamönnum.
Mikið fjör - Mikið gaman. Hlökkum til að sjá ykkur!