Sígildir sunnudagar: Höggbylgjur hugans

Harpa

8. mars

Miðaverð frá

4.500 kr.

Á þessum tónleikum heimsækir Hörpu hið heimsþekkta gítardúó Cochran & McAllister og deilir sviðinu með íslenska gítardúóinu Magma.

Cochran & McAllister gítardúó

Skoski gítarleikarinn Matthew McAllister og bandaríski gítarleikarinn og tónskáldið Matthew Cochran nutu báðir mikillar velgengni sem einleikarar áður en þeir stofnuðu dúóið. Eftir áratuga vináttu og regluleg samstarfsverkefni, frumsýndu Cochran & McAllister dúóverkefni sitt árið 2023 með tónleikaferðum í Skotlandi og Bandaríkjunum. Þeir urðu fljótt mikilvæg ný rödd í gítarheiminum með einstökum, aðgengilegum efnisskrám og afslappaðri framkomu á sviði. Á tónleikatímabilinu 2025-2026 munu þeir meðal annars halda tónleika í Bandaríkjunum, Bretlandi og Evrópu, á stórum tónlistarhátíðum og tónleikaröðum, þar á meðal Guitar Foundation of America, Passau International Guitar Festival, Nürtingen International Guitar Festival, Classical Guitar Retreat og Big Guitar Weekend við Royal Conservatory of Scotland.

https://cochranandmcallister.com/

Magma gítardúó

Magma gítardúó, sem samanstendur af íslensku gítarleikurunum Óskari Magnússyni og Svani Vilbergssyni, er þekkt fyrir tilfinningaríkann og heillandi tónlistarflutning. Með sameiginlegri ástríðu fyrir klassískum gítarleik, sameinar dúóið tæknilega færni og tónlistarlega næmni og býður upp á ferskar túlkanir, bæði á íslenskum sem og alþjóðlegum verkum. Dúóið hefur lagt áherslu á að auka veg klassíska gítarsins á sviði nútímatónlistar og hefur unnið náið með samtímatónskáldum á Íslandi, svo sem Guðmundi Steini Gunnarssyni, Ara Hálfdáni Aðalgeirssyni, Daniele Basini og Oliver Kentish. Báðir spila þeir á handsmíðuð hljóðfæri frá hinum þekkta gítarsmið Glenn Canin , hljóðfæri sem þekkt eru fyrir framúrskarandi skýrleika, kraft og aðra eiginleika sem fara vel saman við þá tónlistarlegu nálgun sem dúóið tileinkar sér.

https://www.magmaguitarduo.com/

Efnisskrá

Magma gítardúó

Dúó (2025) eftir Oliver Kentish

Nýtt verk (2026) eftir Hafdísi Bjarnadóttur (frumflutningur)

Ludi Lucis (2025) eftir Daniele Basini (IS/It)

I. Ri-frazione

II. Notturno

Cochran & McAllister gítardúó

Pale Blue Dot eftir Matthew Cochran

I. You Are Here

II. Voyager

III. Sacred Black

IV. Routine Interplanetary Violence

V. Aberrations of Light

Letter from Home eftir Pat Metheny, í útsetningu eftir Matthew Cochran

Icarus eftir Ralph Towner, í útsetningu eftir Matthew Cochran

Interstellar Suite eftir Hans Zimmer, í útsetningu eftir Roberto Kuhn Versluys og Cochran & McAllister

Cochran & McAllister ásamt Magma

Spain eftir Chick Corea, í útsetningu fyrir gítarkvartett eftir Matthew Cochran

Tónleikarnir eru um 75 mínútur, án hlés

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger