© 2025 Tix Miðasala
Harpa
•
1. febrúar
Miðaverð frá
3.500 kr.
Árið er 1677 og hin tónlistarmenntaða Antonia Bembo yfirgefur sviksaman eiginmann í Feneyjum og heldur til Parísar, að öllum líkindum í fylgd gítarleikarans víðförla Francesco Corbetta. Í Frakklandi nær hún hylli Loðvíks XIV og semur meðal annars óperu sem hún tileinkar sólkonunginum. Í efnisskránni „Frá Feneyjum til Parísar“ einbeita Ieva Sumeja og barokkhópurinn ConsorTico sér að tónlist merkilegrar konu á síðari hluta 17. aldar, en rannsaka einnig tvo afar ólíka tónlistarheima sem settu mark sitt á öldina: Ítalíu og Frakkland. Leikið er á upprunahljóðfæri.
Flytjendur
Ieva Sumeja, sópran
Sólveig Steinþórsdóttir, barokkfiðla
Anna Tóth, barokkselló
Sólveig Thoroddsen, barokkharpa
Sergio Coto Blanco, teorba og barokkgítar