© 2025 Tix Miðasala
Hinsegin Dagar
•
8. ágúst
Miðaverð frá
4.900 kr.
Hinsegin sigling með Eldingu, föstudaginn 8. ágúst
Hinsegin dagar í samstarfi við Eldingu bjóða í litríka og skemmtilega siglingu undir yfirskriftinni Stolt siglir fleyið mitt.
Við siglum stolt úr höfn og út á Faxaflóa í um það bil klukkustundarlanga ferð um fallegar eyjar þar sem borgin blasir við frá nýju og ógleymanlegu sjónarhorni. Fordrykkur og huggulegheit hefjast kl. 17:00 og DJ Linda mætir með alla hýrustu poppsmellina, tilvalið að vagga sér í takt við öldurnar og tónlistina.
Skipið leggur úr höfn stundvíslega kl. 18:00.