Lón í Lóni

Stafafell, Höfn

1. ágúst

Miðaverð frá

4.500 kr.

Lón í Lóni

Vatnatónleikar með hljómsveitinni Lón eru hluti af ÚTI-Hátíð Stafafelli um Verslunarmannahelgina. Ásgeir Aðalsteinsson, Ómar Guðjónsson og Valdimar Guðmundsson hafa þekkst lengi og unnið saman með ýmsu móti undanfarin ár. Fyrir nokkru byrjaði að brjótast með þeim sú hugmynd að vinna saman að lágstemmdri plötu í þjóðlagastíl þar sem sagnahefðin fengi að njóta sín. Upp úr því spratt hljómsveitin LÓN.

Hljómsveitin hefur hlotið talsverða athygli, ekki síst utan landssteinanna og hefur meðal annars farið í nokkrar tónleikaferðir til Bandaríkjanna og Evrópu. Fyrsta plata sveitarinnar “Thankfully Distracted” kom út í maí árið 2022 en sveitin gaf einnig út jólaplötuna “Fimm mínútur í jól” fyrir jólin sama ár.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger