© 2025 Tix Miðasala
Iðnó Jazz
•
17. ágúst
Miðaverð frá
2.500 kr.
Ingibjörg Turchi tríó
Þann 17. ágúst nk. mun bassaleikarinn og tónskáldið Ingibjörg Turchi koma fram á jazzkvöldi í Iðnó. Með henni leika Tumi Árnason á tenórsaxófón og Magnús Trygvason Eliassen á slagverk. Þau munu leika efni af plötum Ingibjargar, Meliae og Stropha, ásamt nýju í efni í bland við
spuna. Bassaleikarinn og tónskáldið Ingibjörg Elsa Turchi (1988) hefur verið afar sýnileg í íslensku tónlistarlífi sl.ár og hefur komið fram með mörgum af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar, svo sem Emilíönu Torrini, Bubba Morthens, Stuðmönnum og Teiti Magnússyni, bæði á tónleikum og upptökum. Meðal fleiri samstarfsaðila má nefna Röggu Gísla, Björgu Brjánsdóttur, Hróðmar Sigurðsson og Soffíu Björgu, svo fátt eitt sé nefnt. Hún hefur einnig samið verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og Stórsveit Reykjavíkur og tekið þátt í verki Ragnars Kjartanssonar, Kona í e-moll, í Listasafni Reykjavíkur. Hún hefur leikið á bassa í hljómsveitum í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu og verið í húsbandi Idol-stjörnuleitar á Stöð 2.
Ingibjörg gaf út stuttskífuna Wood/Work árið 2017 þar sem rafbassinn var í aðalhlutverki. Í júlí 2020 gaf Ingibjörg svo út sína fyrstu plötu í fullri lengd, Meliae. Hlaut platan titilinn Plata ársins í Djassflokki á Íslensku tónlistarverðlaununum 2021 og tilnefningu til Hyundai Nordic Music Prize sama ár. Árið 2023 kom út hennar seinni plata í fullri lengd, Stropha. Hún fékk 4 stjörnur hjá Heimildinni, var á flestum árslistum 2023 og fékk tilnefningu á Íslensku tónlistarverðlaununum í flokknum Upptökustjórn ársins.