Skálmöld í Gamla Bíó

Gamla Bíó

10. október

Miðaverð frá

7.900 kr.

SKÁLMÖLD Í GAMLA BÍÓ

Í október blæs Skálmöld til þungmálmshátíðar í Gamla bíó í Reykjavík föstudaginn 10. október.

Þótt Skálmöld hafi spilað mikið erlendis undanfarið hefur minna farið fyrir þeim hér heima — ef frá er skilið þrekvirkið SKÁLMÖLD | ALLT í Eldborg í nóvember síðastliðnum, þar sem sveitin lék allar sex hljóðversplötur sínar frá upphafi til enda með kór. Nú þykir nóg komið af slíkri hámenningu í bili og tími til kominn að halda hefðbundna rokktónleika. Skálmöld mun spila sín sterkustu lög, bæði eldri efnivið og nýrri afurðir, með þeim þunga og innlifun sem hljómsveitin er þekkt fyrir. Engar strengjasveitir, engir kórar, ekkert þema — bara Skálmöld í sínu náttúrulega umhverfi.

Sérstakir gestir á tónleikunum í Gamla bíó verða Gaddavír, sigurvegarar Wacken Metal

Battle Iceland.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger