Seigla - hátíðarpassi

Harpa

8. ágúst

Miðaverð frá

13.000 kr.

Seigla er kammertónlistarhátíð í Hörpu sem býður upp á fjölbreytta viðburði þar sem hið hefðbundna tónleikaform er brotið upp. Hátíðin fer fram árlega aðra helgina í ágúst.

Á þessu ári býður Seigla upp á fjölbreytta dagskrá sem varpar ljósi á þemað frásögn. Við bjóðum hlustendum og flytjendum að túlka þemað á sem fjölbreyttastan og persónulegastan hátt og frá alls kyns sjónarhornum, hvort sem um ræðir hvernig tónleikaupplifunin sjálf getur skapað sameiginlega frásögn milli flytjenda og áhorfenda eða hvernig tónlistin ber sjálf með sér frásögn að einhverju leyti. Tónlistin, texti, rýmið eða samskipti gætu orðið hluti af stærri frásögn en hugmyndin getur bæði verið skýr og afmörkuð eða tilraunakennd og opin.

Hátíðardagskrá Seiglu 2025:

Föstudagur 8. ágúst

19:00 Hátíðaropnun í Hörpuhorni

20:00 Opnunartónleikar: Sundur & saman í Norðurljósum

Laugardagur 9. ágúst

16:30 Vinnustofa: Grafísk nótnaskrift í Hörpuhorni

17:30 Mannsröddin í Norðurljósum

20:00 Quarter-Life Crisis í Norðurljósum

Sunnudagur 10. ágúst

15:30 Tröllkonan og töfraeyjan: fjölskyldutónleikar í Hörpuhorni

19:00 Tónleikaspjall í Hörpuhorni

20:00 Lokatónleikar: Bergmál úr garðinum í Norðurljósum

22:00 Lokahóf Seiglu í Marshallhúsinu, 4. hæð

Flytjendur Seiglu 2025: KIMI ensemble, Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir, Jónas Ásgeir Ásgeirsson, Katerina Anagnostidou, Temporal Harmonies Inc., Lydia Walquist, Mikolaj Piszczorowicz, Xiaowen Shang, Stundarómur, Ólína Ákadóttir, Steinunn María Þormar, Hafrún Birna Björnsdóttir, Ester Aasland, Daniel Haugen, Guja Sandholt, Bryndís Guðjónsdóttir, Eva Þyri Hilmarsdóttir, Kristín Einarsdóttir Mäntylä, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir.

Erna Vala Arnardóttir, listrænn stjórnandi

Pétur Ernir Svavarsson, verkefnastjóri

Lee Marable, grafískur hönnuður

Erla Rut Árnadóttir, fjármálastjóri

Þorgrímur Þorsteinsson, tónmeistari

Verðskrá:

Hátíðarpassi

Verð: 18.000kr

Verð fyrir nema, meðlimi Íslenska Schumannfélagsins og tekjulága: 13.000kr

Stakir miðar

Almennt verð: 5.800kr

Verð fyrir nema, meðlimi Íslenska Schumannfélagsins og tekjulága: 3.500kr

Hátíðardagskrá Seiglu, upplýsingar um flytjendur og aðra viðburði má finna á www.seiglafestival.com

Harpa er sérstakur styrktaraðili Seiglu 2025. Tónlistarhátíðin Seigla er einnig styrkt af Styrktarsjóði SUT og Ruthar Hermanns, Ýli, Listaháskóla Íslands og Íslenska Schumannfélaginu.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger