Seigla - Tröllkonan og töfraeyjan: fjölskyldutónleikar

Harpa

10. ágúst

Sala hefst

3. júlí 2025, 09:00

(eftir 2 daga)

Flytjendur: Stundarómur: Steinunn María Þormar, Hafrún Birna Björnsdóttir, Ester Aasland, Daniel Haugen, Ólína Ákadóttir 

Tröllkonan og töfraeyjan er frumsamin saga ásamt tónlist eftir Stundaróm. Sagan er byggð á þjóðsögunum Soria Moria slott og Álarnir eru djúpir og fylgir tröllkonunni Ásgerði á ferðalagi sínu um töfraeyju þar sem tvær drottningar og konungur ráða ríkjum. Eyjan er við það að deyja, vegna þess að drottningarnar og konungurinn koma illa fram við náttúruna og íbúa eyjunnar. Í gegnum söguna tekst Ásgerði að sannfæra þau um að breyta sínum háttum og koma betur fram við umhverfið og að lokum sameinast þau öll um að byggja betri framtíð fyrir eyjuna. 

Á tónleikunum hljómar frumsamin tónlist við nýja sögu sem er byggð á íslenskum og norskum þjóðsögum. Sagan verður sögð í gegnum tónlist og gefur börnum kost á að taka virkan þátt í gegnum söng og hreyfingu. Markmið Stundaróms er að gefa leikskólabörnum tækifæri til að þroskast og njóta um leið og þau fá að kynnast alls kyns þjóðlagatónlist. Sérstök áhersla verður lögð á að börn geti tekið virkan þátt í flutningnum og þar með efla sjálfstæða hugsun og sköpun. Þátttakendur fá meðal annars að læra laglínur sem þau geta sungið með og hreyfingar við tónlistina, og svo fá þau tækifæri til að spyrja tónlistarfólkið spurninga. 

Tónleikarnir eru hálftíma langir og eru hugsaðir fyrir börn á leikskólaaldri.

Hátíðardagskrá Seiglu, upplýsingar um flytjendur og aðra viðburði má finna á www.seiglafestival.com

Harpa er sérstakur styrktaraðili Seiglu 2025. Tónlistarhátíðin Seigla er einnig styrkt af Styrktarsjóði SUT og Ruthar Hermanns, Ýli, Listaháskóla Íslands og Íslenska Schumannfélaginu.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger